Geta börn látið draumana rætast í ónýtum skólabyggingum? Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. maí 2022 21:30 Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Þorvaldur Daníelsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun