Bæjarstjórn Kópavogs vantar regluvörð Helga Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 08:01 Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun