Stöðvum flótta fyrirtækja úr Reykjavík Jósteinn Þorgrímsson skrifar 9. maí 2022 10:01 Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun