„Við munum fljótlega fagna sigri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:09 Olena flúði hingað til lands frá Bucha við upphaf innrásarinnar. Vísir/Sigurjón Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira