Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 08:30 Adreian Payne með boltann í leik í NBA deildinni þegar hann spilaði með Minnesota Timberwolves. AP/Jonathan Bachman Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki. Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022 NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022
NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira