Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2022 10:54 Birgitta Jónsdóttir er fyrrverandi þingmaður Pírata og er nú í Sósíalistaflokknum. Gunnar H. Gunnarsson er oddviti E-listans. getty/vísir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira