Blómlegt atvinnulíf í Garðabæ Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock skrifar 10. maí 2022 12:45 Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun