Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 07:31 Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar