Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir og Sigurjón Ingvason skrifa 10. maí 2022 17:01 Til þess að geta boðið Hafnfirðingum góða þjónustu og byggt upp bæ þar sem öllum líður vel, þá er nauðsynlegt að eiga fyrir því. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að farið sé vel með sameiginlega sjóði okkar. Viðreisn er flokkur sem leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn. Það þýðir ekki að við viljum spara í því að gera vel við íbúa, heldur þvert á móti. Við viljum, með faglegri stjórnun, einmitt sjá til þess að það verði til peningur til að koma góðum málum í framkvæmd. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja viðvarandi trausta tekjuöflun og fara vel með þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar og hafa langtímasýn á rekstur bæjarins. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur ekki viðhaft faglega fjármálastjórn í sinni stjórnartíð og eru mýmörg dæmi sem sýna að stjórnun þeirra, eða stjórnleysi öllu heldur, einkennist af tilviljunarkenndum ákvörðunum, fyrirhyggjuleysi og vafasömum gjörningum. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um slíkt. Allir vita að þessum flokkum ferst það ekki vel úr hendi að ráðstafa eignum almennings. Listinn er langur en það má benda á nýlega bankasölu, fyrri bankasölur og ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar. Í Hafnarfirði var efnt til brunaútsölu á HS Veitum undir því yfirskini að það væri nauðsynlegt vegna Covid. Faraldurinn var rétt kominn af stað þegar rokið var til og sala ákveðin. Svo mikið lá á að selja, að málið var ekki einu sinni samþykkt í bæjarstjórn áður en söluferlið fór í gang. Þetta ferli vakti margar spurningar. Af hverju lá svona mikið á? Er líklegt að fá besta verð í krísuástandi? Er skynsamlegt að skapa einkavædda einokun með því að selja fyrirtæki sem hefur einkarétt á dreifingu? Hefði ekki verið gott að halda áfram að fá góðan arð af fyrirtækinu á hverju ári til frambúðar? Þegar byggt var stórt íþróttahús í bænum á árunum 2018-2019 var ekki hægt að standa eðlilega að því heldur var farið í alls kyns fjárhagslega loftfimleika. Bærinn gerði ekki kostnaðaráætlun um bygginguna, verkið var boðið út en hætt var við að ganga til samninga við lægstbjóðanda og þar með sköpuð skaðabótaskylda og að lokum keypti bærinn eigið hús af íþróttafélaginu til þess að félagið gæti sjálft annast framkvæmdina án útboðs. Bærinn hefur verið að borga fyrir mörg verkefni sem hefur síðan verið hent í ruslið vegna sérhagsmuna. Það er algengt vinnulag meirihlutans að búa til glansmyndir um framtíðarskipulag, en sniðganga svo þær hugmyndir þegar þær henta ekki einstökum góðvinum. Þar má nefna að upphafleg skipulagslýsing fyrir Flensborgarhöfn og rammaskipulag fyrir Hraun Vestur voru slegin af, þegar lóðarhafar vildu margfalt meira byggingarmagn. Svona vinnubrögð fela ekki aðeins í sér sóun á góðri vinnu heldur riðla þau öllum eðlilegum forsendum góðrar uppbyggingar og leiða á endanum til aukins kostnaðar bæjarins vegna þess að endurhugsa þarf alla innviði þegar svona kúvendingar eru gerðar. Í aðdraganda kosninga í ár, ákvað meirihlutinn að ráðast í risastóra auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem dregin var upp óraunhæf glansmynd af “skipulagsafrekum” bæjarins á undanförnum árum. Þessar auglýsingar voru ekkert annað en hluti af kosningaherferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en birtar undir nafni Hafnarfjarðarbæjar og greiddar með þínum peningum, ágæti kjósandi! Það er athyglisvert að næst stærsti flokkurinn í bænum sem að eigin sögn er á mikilli siglingu í aðdraganda kosninga, ætlar ekki að marka sér sérstöðu í ábyrgri fjármálastjórn. Margir muna eftir því að Samfylkingin var á tíðum jafn skrautleg og ofangreindir flokkar í sinni stjórnun. Ef þú manst það ekki, þá er google alltaf tilbúið til að aðstoða. Ef kjósendur vilja ábyrga fjármálastjórn sem tryggir að þeir fái sem mest fyrir peninginn, þá er Viðreisn eini raunhæfi valkosturinn. Við leggjum áherslu á faglega og agaða fjármálastjórn, hagræðingu, samvinnu milli sveitarfélaga í innkaupum og við erum með ferskar hugmyndir um hvernig má tryggja tekjustreymi bæjarins til framtíðar, s.s. með byggingu stórskipahafnar í Óttarsstaðalandi. Er enginn orðinn leiður á gamaldags stjórnmálum og gamaldags stjórnun? Munið bara hvað lífið var miklu betra í Kardemommubænun þegar Soffía frænka var búin að koma skikki á hlutina. Höfundar eru Karólína Helga Símonardóttir sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði og Sigurjón Ingvason sem skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til þess að geta boðið Hafnfirðingum góða þjónustu og byggt upp bæ þar sem öllum líður vel, þá er nauðsynlegt að eiga fyrir því. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að farið sé vel með sameiginlega sjóði okkar. Viðreisn er flokkur sem leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn. Það þýðir ekki að við viljum spara í því að gera vel við íbúa, heldur þvert á móti. Við viljum, með faglegri stjórnun, einmitt sjá til þess að það verði til peningur til að koma góðum málum í framkvæmd. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja viðvarandi trausta tekjuöflun og fara vel með þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar og hafa langtímasýn á rekstur bæjarins. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur ekki viðhaft faglega fjármálastjórn í sinni stjórnartíð og eru mýmörg dæmi sem sýna að stjórnun þeirra, eða stjórnleysi öllu heldur, einkennist af tilviljunarkenndum ákvörðunum, fyrirhyggjuleysi og vafasömum gjörningum. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um slíkt. Allir vita að þessum flokkum ferst það ekki vel úr hendi að ráðstafa eignum almennings. Listinn er langur en það má benda á nýlega bankasölu, fyrri bankasölur og ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar. Í Hafnarfirði var efnt til brunaútsölu á HS Veitum undir því yfirskini að það væri nauðsynlegt vegna Covid. Faraldurinn var rétt kominn af stað þegar rokið var til og sala ákveðin. Svo mikið lá á að selja, að málið var ekki einu sinni samþykkt í bæjarstjórn áður en söluferlið fór í gang. Þetta ferli vakti margar spurningar. Af hverju lá svona mikið á? Er líklegt að fá besta verð í krísuástandi? Er skynsamlegt að skapa einkavædda einokun með því að selja fyrirtæki sem hefur einkarétt á dreifingu? Hefði ekki verið gott að halda áfram að fá góðan arð af fyrirtækinu á hverju ári til frambúðar? Þegar byggt var stórt íþróttahús í bænum á árunum 2018-2019 var ekki hægt að standa eðlilega að því heldur var farið í alls kyns fjárhagslega loftfimleika. Bærinn gerði ekki kostnaðaráætlun um bygginguna, verkið var boðið út en hætt var við að ganga til samninga við lægstbjóðanda og þar með sköpuð skaðabótaskylda og að lokum keypti bærinn eigið hús af íþróttafélaginu til þess að félagið gæti sjálft annast framkvæmdina án útboðs. Bærinn hefur verið að borga fyrir mörg verkefni sem hefur síðan verið hent í ruslið vegna sérhagsmuna. Það er algengt vinnulag meirihlutans að búa til glansmyndir um framtíðarskipulag, en sniðganga svo þær hugmyndir þegar þær henta ekki einstökum góðvinum. Þar má nefna að upphafleg skipulagslýsing fyrir Flensborgarhöfn og rammaskipulag fyrir Hraun Vestur voru slegin af, þegar lóðarhafar vildu margfalt meira byggingarmagn. Svona vinnubrögð fela ekki aðeins í sér sóun á góðri vinnu heldur riðla þau öllum eðlilegum forsendum góðrar uppbyggingar og leiða á endanum til aukins kostnaðar bæjarins vegna þess að endurhugsa þarf alla innviði þegar svona kúvendingar eru gerðar. Í aðdraganda kosninga í ár, ákvað meirihlutinn að ráðast í risastóra auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem dregin var upp óraunhæf glansmynd af “skipulagsafrekum” bæjarins á undanförnum árum. Þessar auglýsingar voru ekkert annað en hluti af kosningaherferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en birtar undir nafni Hafnarfjarðarbæjar og greiddar með þínum peningum, ágæti kjósandi! Það er athyglisvert að næst stærsti flokkurinn í bænum sem að eigin sögn er á mikilli siglingu í aðdraganda kosninga, ætlar ekki að marka sér sérstöðu í ábyrgri fjármálastjórn. Margir muna eftir því að Samfylkingin var á tíðum jafn skrautleg og ofangreindir flokkar í sinni stjórnun. Ef þú manst það ekki, þá er google alltaf tilbúið til að aðstoða. Ef kjósendur vilja ábyrga fjármálastjórn sem tryggir að þeir fái sem mest fyrir peninginn, þá er Viðreisn eini raunhæfi valkosturinn. Við leggjum áherslu á faglega og agaða fjármálastjórn, hagræðingu, samvinnu milli sveitarfélaga í innkaupum og við erum með ferskar hugmyndir um hvernig má tryggja tekjustreymi bæjarins til framtíðar, s.s. með byggingu stórskipahafnar í Óttarsstaðalandi. Er enginn orðinn leiður á gamaldags stjórnmálum og gamaldags stjórnun? Munið bara hvað lífið var miklu betra í Kardemommubænun þegar Soffía frænka var búin að koma skikki á hlutina. Höfundar eru Karólína Helga Símonardóttir sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði og Sigurjón Ingvason sem skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar