3000 íbúðir á ári Einar Þorsteinsson skrifar 10. maí 2022 19:00 Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun