„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“ Fanndís Birna Logadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. maí 2022 07:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Sigurjón Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti. Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur. Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur.
Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira