Eflum þjónustu dagmæðra X-U Harpa Björg Sævarsdóttir skrifar 11. maí 2022 07:16 Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar