Öryggisvistunarmálið í Reykjanesbæ - Bæjarfulltrúinn sem stóð með íbúunum Gunnar Felix Rúnarsson skrifar 11. maí 2022 09:16 Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun