Neitar því að hafa verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2022 07:01 Marcelo Guedes var að eigin sögn ekki rekinn frá Lyon fyrir að leysa vind í klefanum. Vísir/Getty Í gær fóru af stað furðulegar sögur af því að Marcelo Guedes, fyrrum leikmaður franska liðsins Lyon, hafi verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum og hlæja að því eftir 3-0 tap liðsins gegn Angers í ágúst á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur hins vegar neitað þessum sögusögnum. Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022 Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022
Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira