Opið bréf til framboðslista varðandi sýn þeirra á kynþáttafordóma Snorri Sturluson skrifar 11. maí 2022 11:00 Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun