Mikilvægi íþrótta og hreyfingar Guðlaugur Skúlason skrifar 12. maí 2022 06:16 Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar