Framsókn til framtíðar í atvinnumálum í Fjarðabyggð Arnfríður Eide Hafþórsdóttir skrifar 12. maí 2022 09:15 Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun