Hoppukastalinn Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 12. maí 2022 20:02 Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun