Hoppukastalinn Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 12. maí 2022 20:02 Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun