Skoðun

Bærinn þar sem allir vilja búa

Guðbergur Reynisson skrifar

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins. 

Við erum með alþjóðaflugvöllinn, stórskipahöfn, duglegasta fólkið og fallegasta sveitarfélagið. 

Öll stærstu tækifærin eru hér og það er okkar að grípa þau.

Þrátt fyrir allt finnst manni eins og við búum hér í útibúi, öllu virðist stjórnað annars staðar frá eins og t.d. Isavia, HSS , Kadeco og fleiri stofnanir. 

Reykjanesbær er að springa út en ráðamenn bæjarins sofa á verðinum, svo virðist sem þeir ætli að láta þessa stór uppbyggingu bara líða hjá. 

Í dag þurfa börnin okkar að bíða lengst af öllum börnum landsins eftir leikskólaplássi samkvæmt BSRB og samkvæmt íbúakönnun frá árinu 2021 varðandi hamingju íbúa sveitarfélaga á Íslandi erum við næst óhamingjusamasta sveitarfélagið. 

Hér þurfum við breytingar! 

Nú snúum við bökum saman og hefjum stórsókn í íþróttamálum, styttum leikskólabiðlistana, markaðssetjum Reykjanesbæ og tölum allt upp. 

Löðum nýja atvinnurekendur og fólk til bæjarins, aðstoðum líka og tölum upp fyrirtæki og fólkið sem er í bænum fyrir! 

Komum samgöngum og umhverfinu okkar í betra lag , hjálpum til við að koma upp heilbrigðisþjónustu fyrir alla, þrífum og hreinsum alla krika bæjarins. 

Markmiðið er: Reykjanesbær þar sem allir vilja búa! 

Látum verkin tala og setjum X við D á laugardaginn. 

Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.




Skoðun

Sjá meira


×