Höfnum ekki stórum hugmyndum Bjarni Gunnólfsson skrifar 12. maí 2022 13:31 Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Miðflokkurinn er samansettur af harðduglegu fólki sem mun vinna fyrir ykkur kjósendur, við höfum ekki verið með ófjármögnuð kosningaloforð eða gjafir vegna þess að við munum sýna ábyrgð í fjármálum. Ef þið viljið engu breyta og hafa það sama næstu fjögur árin, sem er jú frekar langur tími í þessu stutta jarðlífi, þá erum við ekki flokkurinn fyrir ykkur. Við í Miðflokknum viljum vinna að hag Reykjanesbæjar og gera hann að eftirsóttasta bæjarfélagi landsins og höfum stórar hugmyndir, en það þarf að framkvæma rétt, það þýðir ekki að endalaust búa til nefndir og setja hluti í þarfagreiningu. Ef þið viljið harðduglegt fólk til vinnu þá er X-M rétta svarið fyrir ykkur í Reykjanesbæ, fólk sem er þekkt fyrir vinnusemi og áræðni hefur sett saman lista sem mun skila árangri bæði í fjármálum og framkvæmdum. Við viljum nýjan miðbæ sem myndi laða að bæði Íslendinga og ferðamenn og sjá allt sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum að fjölskyldufólk og eldri borgarar fái að njóta sín sem íbúar Reykjanesbæjar og njóta bættra lífsgæða. Fyrir okkur sem erum í þessu framboði þá þýðir það að við verðum að hlusta, ekki gaspra, og taka þannig mark á því sem íbúar vilja. Við munum setja okkur það markmið, að ef eitthvað fer í íbúakosningu, munu allir á listanum fara eftir vilja íbúa. Fyrir okkur þá þýðir það að kynningar fyrir íbúa verða að vera á mannamáli þannig að allt sé auðskilið. Ef þið viljið skýra framtíðasýn og framtaksemi þá endilega mætið og merkið X-við M. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Miðflokkurinn er samansettur af harðduglegu fólki sem mun vinna fyrir ykkur kjósendur, við höfum ekki verið með ófjármögnuð kosningaloforð eða gjafir vegna þess að við munum sýna ábyrgð í fjármálum. Ef þið viljið engu breyta og hafa það sama næstu fjögur árin, sem er jú frekar langur tími í þessu stutta jarðlífi, þá erum við ekki flokkurinn fyrir ykkur. Við í Miðflokknum viljum vinna að hag Reykjanesbæjar og gera hann að eftirsóttasta bæjarfélagi landsins og höfum stórar hugmyndir, en það þarf að framkvæma rétt, það þýðir ekki að endalaust búa til nefndir og setja hluti í þarfagreiningu. Ef þið viljið harðduglegt fólk til vinnu þá er X-M rétta svarið fyrir ykkur í Reykjanesbæ, fólk sem er þekkt fyrir vinnusemi og áræðni hefur sett saman lista sem mun skila árangri bæði í fjármálum og framkvæmdum. Við viljum nýjan miðbæ sem myndi laða að bæði Íslendinga og ferðamenn og sjá allt sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum að fjölskyldufólk og eldri borgarar fái að njóta sín sem íbúar Reykjanesbæjar og njóta bættra lífsgæða. Fyrir okkur sem erum í þessu framboði þá þýðir það að við verðum að hlusta, ekki gaspra, og taka þannig mark á því sem íbúar vilja. Við munum setja okkur það markmið, að ef eitthvað fer í íbúakosningu, munu allir á listanum fara eftir vilja íbúa. Fyrir okkur þá þýðir það að kynningar fyrir íbúa verða að vera á mannamáli þannig að allt sé auðskilið. Ef þið viljið skýra framtíðasýn og framtaksemi þá endilega mætið og merkið X-við M. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar