Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 12. maí 2022 14:15 Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar