Breiðholt, besta hverfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifa 13. maí 2022 08:01 Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun