Við völd í hálfa öld Sara Dögg Svanhildardóttir og Guðlaugur Kristmundsson skrifa 13. maí 2022 07:30 Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun