Við völd í hálfa öld Sara Dögg Svanhildardóttir og Guðlaugur Kristmundsson skrifa 13. maí 2022 07:30 Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun