Kominn tími á alvöru miðbæ í Reykjanesbæ Eggert Sigurbergsson skrifar 12. maí 2022 15:00 Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun