Borgin fer ekki í græna átt án þíns atkvæðis Árný Elínborg Ásgeirsdóttir skrifar 12. maí 2022 16:32 Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Stjórnarskrá Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun