Borgin fer ekki í græna átt án þíns atkvæðis Árný Elínborg Ásgeirsdóttir skrifar 12. maí 2022 16:32 Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun