Ný lög eru bylting í þjónustu við börn... en hvernig er best að framfylgja þeim? Steinunn Bergmann skrifar 13. maí 2022 08:30 Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun