Ný lög eru bylting í þjónustu við börn... en hvernig er best að framfylgja þeim? Steinunn Bergmann skrifar 13. maí 2022 08:30 Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun