Leikskólamál – fjölskylduvænt samfélag Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 12. maí 2022 19:45 Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar