Þegar spennan trompar sannleikann Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 08:45 Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun