DÓTTUR til forystu í Reykjavík Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifar 13. maí 2022 06:01 Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar