Íþróttamálin í Laugardal í forgangi, að sjálfsögðu Björn Dagur B. Eggertsson skrifar 13. maí 2022 11:21 Það er einn dagur í kosningar og Björn Kristjánsson, ágætur kunningi minn, og baráttumaður fyrir íþróttastöðu í Laugardalnum sendir mér spurningar hér á Vísi. Hann rifjar upp góð samtöl mín við íbúa í Laugardal og forystu Þróttar og Ármanns á þessu vori og hvernig mál hafa þróast með yfirlýsingum um nýja Þjóðarhöll. Í greininni kemur réttilega fram að ég hafi verið þeirrar skoðunar að það væri best fyrir framtíðaraðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal ef tekið væri af skarið með byggingu Þjóðarhallar. Ástæðan er sú að þá gætu félögin í dalnum fengið núverandi Laugardalshöll fyrir æfingar sínar. Þar er ígildi tveggja æfingavalla. Síðan fengjust tímar í Þjóðarhöllinni einsog upp á vantar en í áætlunum um hana er gert ráð fyrir að gólffleti hennar megi skipta í fjóra fullstóra handbolta eða körfuboltavelli. Alls væru þá komnir í Laugardalinn sex vellir til að mæta þörfinni. Það væri besta aðstaða til innanhúss æfinga í landinu. Það var augljóst samtölum við íbúa í Laugardal að ýmsir gátu tekið undir þetta, þótt aðrir vildu frekar sjá sérstakt minna hús fyrir Þrótt og Ármann á bílastæðinu við keppnisvöll Þróttar. Sérstaklega þótti hætt við því að málefni Þjóðarhallar myndu dragast og kallað var eftir fjárskuldindingu af hálfu ríkisins. Undir þessar áhyggjur tók ég og sagði skýrt að ef skýr vilji ríkisins og tímaáætlun vegna verksins lægi ekki fyrir í vor þá myndi ég leggja fram tillögu um að ráðist yrði í sérstakt hús fyrir Þrótt og Ármann. Sömu skilaboðum hafði ég áður komið milliliðalaust til ráðherra í ríkisstjórninni. Vilji ríkisins reyndist fyrir hendi og saman náðist um yfirlýsingu sem undirrituð var 6. maí þar sem ákveðið var að ráðast hratt í verkefnið og báðir aðilar skuldbundu sig til að tryggja fjármögnun í langtímaáætlunum sínum. Niðurstaðan tók því á þeim þáttum sem ég hafði rætt um á opnum íbúafundi í Laugardal og í viðræðum við félögin í dalnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með tónlistarmönnunum Svavari Pétri Eysteinssyni (Prins Póló) og Birni Kristjánssyni (Borkó) á hverfahátíð í Efra-Breiðholti á 1. maí síðastliðinn.Aðsend Aðalstjórn Þróttar sendi mér í morgun yfirlýsingu þar sem því er fagnað að loks sé komin hreyfing á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal. Jafnframt lýsir félagið sig tilbúið til að vinna með borginni að því að tryggja framtíðaraðstöðu félagsins en ítrekar mikilvægi þess að sú aðstaða sem félagið fái verði á forræði þess, að gildandi samningar um Laugardalshöll sem verður tilbúin til æfinga og keppni 15. ágúst verði teknir upp til að tryggja betur öryggi æfinga félagsins sem undanfarin ár hafa oft þurft að víkja vegna ýmissa viðburða. Og að hið sama eigi við eftir að Þjóðarhöll verði orðin að veruleika. Þessi viðbrögð finnst mér jákvæð og þessar kröfur eru eðlilegar. Í raun eru þessir punktar þeir sömu og Björn setur fram í grein sinni í formi spurninga. Útfærsla og lausnir í öllum efnum liggja ekki fyrir á þessari stundu en fullur vilji er til að vinna að því. Þessi viðfangsefni hefðu þó bæði þurft að leysa hvort sem stefnt hefði verið að Þjóðarhöll eða sérstöku húsi fyrir Þrótt og Ármann á undirbúnings- og byggingartíma þeirra húsa. Þróttur hefur þegar óskað eftir fundi að afloknum kosningum til að ræða þessi mál og mun ég að sjálfsögðu boða til þess fundar, verði ég í aðstöðu til þess. Stóru tíðindi undanfarinna vikna eru þau í mínum huga að höggvið hefur verið á hnútinn í margra ára þrátefli um bætta aðstöðu fyrir börn og unglinga og félögin í Laugardal og um leið betri aðstöðu fyrir landslið, sérsambönd og alþjóðlegt keppnishald. Björn spyr hvort ég sé að meina eitthvað með þessu. Að sjálfsögðu. Reykjavíkurborg hefur tekið frá fjármuni fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, sett mikla pressu á svör frá ríkinu varðandi Þjóðarhöll. Fengið þau í formi viljayfirýsingar sem felur í sér stofnun framkvæmdahóps sem hefur þegar störf. Ég hef verið í miklum samtölum við forystu félaganna í Laugardal um þessi mál á liðnu vori og bæði fyrir og eftir undirritun samkomulagsins um Þjóðarhöll og vona að ég fái umboð til að fylgja þeim verkum eftir hratt og vel. Við erum í sama liði. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. 13. maí 2022 10:00 Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Það er einn dagur í kosningar og Björn Kristjánsson, ágætur kunningi minn, og baráttumaður fyrir íþróttastöðu í Laugardalnum sendir mér spurningar hér á Vísi. Hann rifjar upp góð samtöl mín við íbúa í Laugardal og forystu Þróttar og Ármanns á þessu vori og hvernig mál hafa þróast með yfirlýsingum um nýja Þjóðarhöll. Í greininni kemur réttilega fram að ég hafi verið þeirrar skoðunar að það væri best fyrir framtíðaraðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal ef tekið væri af skarið með byggingu Þjóðarhallar. Ástæðan er sú að þá gætu félögin í dalnum fengið núverandi Laugardalshöll fyrir æfingar sínar. Þar er ígildi tveggja æfingavalla. Síðan fengjust tímar í Þjóðarhöllinni einsog upp á vantar en í áætlunum um hana er gert ráð fyrir að gólffleti hennar megi skipta í fjóra fullstóra handbolta eða körfuboltavelli. Alls væru þá komnir í Laugardalinn sex vellir til að mæta þörfinni. Það væri besta aðstaða til innanhúss æfinga í landinu. Það var augljóst samtölum við íbúa í Laugardal að ýmsir gátu tekið undir þetta, þótt aðrir vildu frekar sjá sérstakt minna hús fyrir Þrótt og Ármann á bílastæðinu við keppnisvöll Þróttar. Sérstaklega þótti hætt við því að málefni Þjóðarhallar myndu dragast og kallað var eftir fjárskuldindingu af hálfu ríkisins. Undir þessar áhyggjur tók ég og sagði skýrt að ef skýr vilji ríkisins og tímaáætlun vegna verksins lægi ekki fyrir í vor þá myndi ég leggja fram tillögu um að ráðist yrði í sérstakt hús fyrir Þrótt og Ármann. Sömu skilaboðum hafði ég áður komið milliliðalaust til ráðherra í ríkisstjórninni. Vilji ríkisins reyndist fyrir hendi og saman náðist um yfirlýsingu sem undirrituð var 6. maí þar sem ákveðið var að ráðast hratt í verkefnið og báðir aðilar skuldbundu sig til að tryggja fjármögnun í langtímaáætlunum sínum. Niðurstaðan tók því á þeim þáttum sem ég hafði rætt um á opnum íbúafundi í Laugardal og í viðræðum við félögin í dalnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með tónlistarmönnunum Svavari Pétri Eysteinssyni (Prins Póló) og Birni Kristjánssyni (Borkó) á hverfahátíð í Efra-Breiðholti á 1. maí síðastliðinn.Aðsend Aðalstjórn Þróttar sendi mér í morgun yfirlýsingu þar sem því er fagnað að loks sé komin hreyfing á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal. Jafnframt lýsir félagið sig tilbúið til að vinna með borginni að því að tryggja framtíðaraðstöðu félagsins en ítrekar mikilvægi þess að sú aðstaða sem félagið fái verði á forræði þess, að gildandi samningar um Laugardalshöll sem verður tilbúin til æfinga og keppni 15. ágúst verði teknir upp til að tryggja betur öryggi æfinga félagsins sem undanfarin ár hafa oft þurft að víkja vegna ýmissa viðburða. Og að hið sama eigi við eftir að Þjóðarhöll verði orðin að veruleika. Þessi viðbrögð finnst mér jákvæð og þessar kröfur eru eðlilegar. Í raun eru þessir punktar þeir sömu og Björn setur fram í grein sinni í formi spurninga. Útfærsla og lausnir í öllum efnum liggja ekki fyrir á þessari stundu en fullur vilji er til að vinna að því. Þessi viðfangsefni hefðu þó bæði þurft að leysa hvort sem stefnt hefði verið að Þjóðarhöll eða sérstöku húsi fyrir Þrótt og Ármann á undirbúnings- og byggingartíma þeirra húsa. Þróttur hefur þegar óskað eftir fundi að afloknum kosningum til að ræða þessi mál og mun ég að sjálfsögðu boða til þess fundar, verði ég í aðstöðu til þess. Stóru tíðindi undanfarinna vikna eru þau í mínum huga að höggvið hefur verið á hnútinn í margra ára þrátefli um bætta aðstöðu fyrir börn og unglinga og félögin í Laugardal og um leið betri aðstöðu fyrir landslið, sérsambönd og alþjóðlegt keppnishald. Björn spyr hvort ég sé að meina eitthvað með þessu. Að sjálfsögðu. Reykjavíkurborg hefur tekið frá fjármuni fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, sett mikla pressu á svör frá ríkinu varðandi Þjóðarhöll. Fengið þau í formi viljayfirýsingar sem felur í sér stofnun framkvæmdahóps sem hefur þegar störf. Ég hef verið í miklum samtölum við forystu félaganna í Laugardal um þessi mál á liðnu vori og bæði fyrir og eftir undirritun samkomulagsins um Þjóðarhöll og vona að ég fái umboð til að fylgja þeim verkum eftir hratt og vel. Við erum í sama liði. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. 13. maí 2022 10:00
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun