Hverjum treystir þú? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2022 16:21 Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar