Allar borgir þurfa Pawel Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 13. maí 2022 17:30 Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun