Kosið um traust Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:31 Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar