Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 08:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, skjóta saman nefjum í sjónvarpssal í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu). Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu).
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39