Innlent

Skúli Tómas kominn í leyfi frá Land­spítala

Árni Sæberg skrifar
Skúli Tómas er kominn aftur til starfa.
Skúli Tómas er kominn aftur til starfa.

Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum.

Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir rannsókn lögreglu í tengslum við ótímabær andlát níu sjúklinga en hefur samt sem áður sinnt sjúklingum á Landspítala stöku sinnum eftir að málið kom upp. Nú er hann kominn í leyfi að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins.

Í svari Landspítalans við fyrirspurn RÚV segir að læknirinn sé kominn í leyfi þar sem erfitt hafi verið að tryggja að hann kæmi ekki að umsjá sjúklinga á spítalanum. 

Skúli Tómas var upphaflega sviptur lækningaleyfi sínu eftir að málið kom upp en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum.

„Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni,“ sagði í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu RÚV eftir að fréttastofunni barst ábending frá sjúklingi þess efnis að Skúli Tómas hefði sinnt honum.


Tengdar fréttir

Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu

Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×