Fótbolti

Sergej Milin­ko­vić-Savić bjargaði stigi fyrir Lazio

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sergej Milin­ko­vić-Savić bjargaði stigi fyrir Lazio.
Sergej Milin­ko­vić-Savić bjargaði stigi fyrir Lazio. Stefano Guidi/Getty Images

Liðin í 4. og 5. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, mættust í kvöld. Fór það svo að leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Dušan Vlahović kom Juventus yfir eftir tíu mínútna leik, Morata með stoðsendinguna. Morata sjálfur kom heimamönnum svo 2-0 yfir á 36. mínútu eftir sendingu Juan Cuadrado. Staðan 2-0 í hálfleik.

Alex Sandro varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Sergej Milin­ko­vić-Savić metin fyrir gestina og laukleiknum með 2-2 jafntefli.

Juventus er í 4. sæti með 70 stig þegar ein umferð er eftir. Lazio er sæti neðar með níu stigum minna á meðan Napoli er í 3. sæti með 76 stig.


Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×