Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 17. maí 2022 07:00 Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun