Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 17. maí 2022 06:53 Margir almennir borgarar hafa fundist skotnir með bundnar hendur. Getty/Mykhaylo Palinchak Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira