Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 17. maí 2022 06:53 Margir almennir borgarar hafa fundist skotnir með bundnar hendur. Getty/Mykhaylo Palinchak Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira