Stanley Þorsteinn Másson skrifar 17. maí 2022 15:00 Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun