Bandarískir fjölmiðlar segja að Xherdan Shaqiri hafi komist upp fyrir Javier „Chicharito“ Hernandez með nýjum samningi sínum.
Chicago Fire attacker Xherdan Shaqiri is the new highest-paid player in MLS.
— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2022
But he won t hold that title for very long https://t.co/cPkScGiW0Z
Shaqiri er þrítugur og var hjá franska félaginu Lyon á þessu tímabili. Hann var leikmaður Liverpool frá 2018 til 2021 en náði bara að spila 45 deildarleiki á þessum þremur tímabilum sínum á Anfield.
Shaqiri gerði samning við Chicago Fire FC og er öruggur með að fá fyrir það 8,15 milljónir dollara eða yfir milljarð í íslenskum krónum.
Dunno if these figures have been shared before, but, MLSPA has updated salary info, as of Apr 15. Most expensive players in MLS:
— Tom Bogert (@tombogert) May 17, 2022
1. Xherdan Shaqiri, $8.15m
2. Chicharito, $6m
3. Gonzalo Higuain, $5.8m
4. Alejandro Pozuelo, $4.7m
5. Jozy Altidore, $4.3m (incl. buyout, I imagine)
Chicharito var áður í efsta sætinu með sex milljónir dollara frá LA Galaxy eða aðeins meira en Gonzalo Higuain sem fékk 5,79 milljónir dollara fyrir sinn samning við Inter Miami.
Þetta gæti breyst því nýr samningur Napoli mannsins Lorenzo Insigne við Toronto FC er ekki inn í þessum tölum en hann kemur ekki inn í deildina fyrr en glugginn opnast aftur 7. júlí.