Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 11:28 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent