Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2022 12:07 Ævar pálmi Pálmasson hjá kynferðisbrotaadeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum. Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“ Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira