Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:00 Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar. Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31