Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 10:00 Þorleifur Úlfarsson fagnaði marki sínu með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem á stóð: Fyrir ömmu Siggu. AP/Ashley Landis Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní. MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní.
MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn