Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 23. maí 2022 10:24 Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun