Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:03 Rekstrarniðurstaða Play var neikvæð um 1,7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira