Silfurdrengur á nýjum slóðum: „Kom á óvart hvað var gaman að gefa, ekki bara þiggja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 08:00 Róbert Gunnarsson, einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, er nýr þjálfari Gróttu. stöð 2 Róbert Gunnarsson þreytir frumraun sína sem aðalþjálfari í Olís-deild karla á næsta tímabili. Hann var ráðinn þjálfari Gróttu í síðustu viku. Honum líst vel á verkefnið. Á föstudaginn var greint frá því að Róbert hefði tekið við Gróttu af Arnari Daða Arnarssyni sem hætti óvænt eftir þriggja ára starf á Seltjarnarnesinu. Róbert þjálfaði yngri lið Århus í Danmörku áður en hann flutti aftur heim og er þjálfari U-20 árs landsliðs Íslands ásamt Einari Andra Einarssyni. Hann hefur hins vegar aldrei áður þjálfað félagslið. „Þetta er virkilega krefjandi og spennandi verkefni. Ég er stoltur að þeir hafi leitað til mín. Það komu upp aðstæður sem þurfti að bregðast við. Ég sé margt í þessu liði og tek við góðu búi þannig við lítum björtum augum á framtíðina,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Viðtal við Róbert En hver eru markmið Róberts með Gróttu? „Fyrsta markmið er að halda okkur uppi, markmið tvö að komast í úrslitakeppnina og markmið þrjú að vinna deildina. Er það ekki svona sem maður gerir þetta?“ svaraði Róbert léttur. Hann vonast til að geta miðlað af þeirri miklu reynslu sem hann býr yfir. „Ég hef fengið aðeins að prófa þetta og þekki þetta aðeins. Það er alltaf gaman að miðla af reynslu og það er það sem kallar á mann í þjálfun. Það kom á óvart hvað var gaman að gefa, ekki bara þiggja. Það er frábært og ég vona að ég komi því frá mér til strákanna.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Grótta Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Róbert hefði tekið við Gróttu af Arnari Daða Arnarssyni sem hætti óvænt eftir þriggja ára starf á Seltjarnarnesinu. Róbert þjálfaði yngri lið Århus í Danmörku áður en hann flutti aftur heim og er þjálfari U-20 árs landsliðs Íslands ásamt Einari Andra Einarssyni. Hann hefur hins vegar aldrei áður þjálfað félagslið. „Þetta er virkilega krefjandi og spennandi verkefni. Ég er stoltur að þeir hafi leitað til mín. Það komu upp aðstæður sem þurfti að bregðast við. Ég sé margt í þessu liði og tek við góðu búi þannig við lítum björtum augum á framtíðina,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Viðtal við Róbert En hver eru markmið Róberts með Gróttu? „Fyrsta markmið er að halda okkur uppi, markmið tvö að komast í úrslitakeppnina og markmið þrjú að vinna deildina. Er það ekki svona sem maður gerir þetta?“ svaraði Róbert léttur. Hann vonast til að geta miðlað af þeirri miklu reynslu sem hann býr yfir. „Ég hef fengið aðeins að prófa þetta og þekki þetta aðeins. Það er alltaf gaman að miðla af reynslu og það er það sem kallar á mann í þjálfun. Það kom á óvart hvað var gaman að gefa, ekki bara þiggja. Það er frábært og ég vona að ég komi því frá mér til strákanna.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Grótta Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira