„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2022 07:30 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur sannað sig sem góður handboltamaður þrátt fyrir að vera enn ungur og fer í atvinnumennsku í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira